Ritarastarf í tónlistarskóla

Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar leitar að ritara til að sinna fjölbreyttum verkefnum á skrifstofu skólans á Engjateigi 1.

Um er að ræða 70% starfshlutfall og viðveru á opnunartíma skrifstofunnar kl. 12:00-17:00 á virkum dögum. Tónskóli Sigursveins er lifandi vinnustaður og lögð er áhersla á jákvætt viðhorf og góða þjónustu við nemendur og foreldra. Nemendur skólans eru hátt í 600 talsins og meira en 60 kennarar starfa við skólann. Góður starfsandi hefur einkennt 60 ára sögu skólans.

Starfið býður upp á lengri frí en tíðkast í almennum skrifstofustörfum um sumar, jól og páska, og einnig haust- og vetrarfrí á sama tíma og í grunnskólum Reykjavíkur. 

Starfsvið: 

 • Móttaka á skrifstofu og símsvörun
 • Aðstoð við nemendur, foreldra og kennara
 • Gjaldkerastörf s.s. greiðsla reikninga, innheimta skólagjalda og kennslukostnaðar
 • Pöntun á rekstrarvörum fyrir skólann og innkaup fyrir skrifstofu
 • Vinna í skráningakerfi skólans, speedadmin
 • Bókhald 
 • Launakeyrsla 
 • Vinna við innritun nemenda
 • Gerð efnisskráa fyrir tónleika
 • Prófarkalestur
 • Umsjón á kaffistofu kennara
 • Önnur tilfallandi verkefni

 

Hæfnis- og menntunarkröfur:

 • Góð íslenskukunnátta er nauðsynleg
 • Samskiptahæfileikar bæði gagnvart börnum og fullorðnum
 • Kurteisi, sveigjanleiki, þolinmæði og þjónustulund
 • Nákvæm vinnubrögð, samviskusemi og vinnusemi
 • Góð almenn menntun
 • Góð tölvukunnátta og hæfileikar til að tileinka sér nýja hluti
 • Þekking og/eða reynsla af bókhaldi
 • Þekking og/eða reynsla af launavinnslu
 • Þekking á dk launakerfinu æskileg

 

Umsóknarferli

Umsækjandi þarf helst að geta hafið störf 6. ágúst nk.

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá, meðmælabréf frá fyrrverandi vinnuveitanda. Umsóknir skal senda til skólastjóra á netfangið julianaindrida@gmail.com . Umsóknarfrestur er til 24. júlí 2024. Umsækjendur sem til greina koma í starfið verða boðaðir í viðtal hjá skólastjóra. Öllum umsóknum verður svarað fyrir 26. júlí 2024.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Júlíana Rún Indriðadóttir, skólastjóri í síma: 848-6057.

 

Aðrar upplýsingar

Umsóknir skal senda til skólastjóra á netfangið julianaindrida@gmail.com fyrir 24. júlí 2024. Umsækjendur sem til greina koma verða boðaðir í viðtal og öllum umsóknum svarað fyrir 26. júlí. 

Launakjör taka mið af kjarasamningum og launakönnun VR. 

Nánari upplýsingar veitir Júlíana Rún Indriðadótir, skólastjóri, í síma 8486057.

Auglýsandi

Tónskóli Sigursveins

Umsóknarfrestur til

23. júlí

Tekið við umsóknum á

Flokkar