× Þessi auglýsing er útrunnin

Vef- og samfélagsmiðlagúrú

Háskólinn í Reykjavík leitar að dugmiklum og drífandi einstaklingi í starf verkefnistjóra fyrir vefsíðu HR og samfélagsmiðla. Verkefnisstjóri vinnur náið með vefstjóra, starfsmönnum markaðs- og samskiptasviðs, öðrum stoðsviðum og akademískum deildum háskólans, að gerð og miðlun efnis á vefsíðu Háskólans í Reykjavík og á samfélagsmiðlum. Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á vefmálum og samfélagsmiðlum og metnað til að læra nýja hluti.

STARFSSVIÐ:

Fjölbreytt vinna við vefsíðu HR og samfélagsmiðla, m.a.:

 • Uppfærsla og innsetning efnis á vef HR
 • Gerð samfélagsmiðlastefnu
 • Prófanir og mælingar á vef HR
 • Vinna við efnismiðlun, auglýsingar og mælingar á samfélagsmiðlum HR
 • Samskipti við deildir og svið vegna vefmála
 • Þátttaka í ytri og innri markaðssetningu HR

HÆFNISKRÖFUR:

 • Vandvirkni og sjálfstæð vinnubrögð
 • Reynsla af notkun fjölbreytts hugbúnaðar, gjarna af vefumsjónarkerfum
 • Áhugi á vefstjórn og verkefnastjórnun
 • Áhugi á markaðsmálum
 • Þekking á samfélagsmiðlum
 • Áhugi og geta til að læra tæknilega hluti
 • Auga fyrir hönnun og framsetningu efnis á vef
 • Ritfærni á íslensku og ensku

Nánari upplýsingar veitir Eiríkur Sigurðsson forstöðumaður markaðs- og samskiptasviðs, (eirikursig@ru.is) og Sigríður Elín Guðlaugsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs, (sigridureg@ru.is). Umsóknum skal skilað á vef Háskólans í Reykjavík, hér að neðan. Umsóknarfrestur er til og með 10. maí 2018.

Hlutverk Háskólans í Reykjavík er að skapa og miðla þekkingu til að auka samkeppnishæfni og lífsgæði fyrir einstaklinga og samfélag með siðgæði, sjálfbærni og ábyrgð að leiðarljósi. Akademískar deildir háskólans eru fjórar: Lagadeild, tölvunarfræðideild, tækni- og verkfræðideild og viðskiptadeild. Kennsla og rannsóknir við Háskólann í Reykjavík mótast af sterkum tengslum við atvinnulíf og samfélag. Lögð er áhersla á þverfagleika, alþjóðlegt umhverfi, nýsköpun og góða þjónustu. Nemendur Háskólans í Reykjavík eru um 3700 í fjórum deildum og starfa um 240 fastir starfsmenn við háskólann auk fjölda stundakennara.

Auglýsandi

Háskólinn í Reykjavík

Umsóknarfrestur til

10. maí

Tekið við umsóknum á

Stikkorð

hönnun, rannsóknir, forstöðumaður, framkvæmdastjóri

Landsvæði

Flokkar