× Þessi auglýsing er útrunnin

Kennsluþjálfari

Háskólinn í Reykjavík óskar eftir að ráða öflugan og metnaðarfullan einstakling í starf kennsluþjálfara á kennslusvið háskólans. Kennslusvið stýrir skipulagningu og eftirfylgni innra og ytra gæðaeftirlits með kennslu og námi. Sviðið sinnir jafnframt kennsluráðgjöf og þjálfun kennara, þróun kennslukerfa, prófum og annarri umsýslu um kennslu við skólann.

Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn að taka þátt í að fylgja eftir stefnu háskólans varðandi gæði kennslu og náms.

STARFSSVIÐ:

 • Þróun og innleiðing á nýrri stefnu um gæði náms og kennslu
 • Þróun aðferðafræði kennslu og innleiðing á nýjum kennsluaðferðum
 • Ráðgjöf og handleiðsla kennara
 • Eftirfylgni fjölhliða mats á námi og kennslu
 • Ráðgjöf við kennslustefnu
 • Þátttaka í almennum verkefnum kennslusviðs s.s. prófahaldi, undirbúningi útskrifta, almennu gæðaeftirliti o. fl.

HÆFNISKRÖFUR:

 • Háskólapróf sem nýtist í starfið, s.s. í kennslufræði, náms- og starfsráðgjöf eða uppeldisfræði
 • Reynsla af kennsluþjálfun eða sambærilegu starfi
 • Þekking og reynsla af háskólastarfi
 • Reynsla af kennslu í háskóla er æskileg
 • Frumkvæði í starfi og framsýni.
 • Skipulag og ögun í vinnubrögðum
 • Góð enskukunnátta er skilyrði
 • Teymishugsun og lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum

Nánari upplýsingar veitir Einar Hreinsson (einarhr@ru.is) forstöðumaður kennslusviðs og Sigríður Elín Guðlaugsdóttir (sigridureg@ru.is) framkvæmdastjóri mannauðs. Umsóknum skal skilað á vef Háskólans í Reykjavík, hér að neðan. Farið er með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál. Umsóknarfrestur er til og með 20. maí 2018.

Hlutverk Háskólans í Reykjavík er að skapa og miðla þekkingu til að auka samkeppnishæfni og lífsgæði fyrir einstaklinga og samfélag með siðgæði, sjálfbærni og ábyrgð að leiðarljósi. Akademískar deildir háskólans eru fjórar: lagadeild, tölvunarfræðideild, tækni- og verkfræðideild og viðskiptadeild. Kennsla og rannsóknir við Háskólann í Reykjavík mótast af sterkum tengslum við atvinnulíf og samfélag. Lögð er áhersla á þverfagleika, alþjóðlegt umhverfi, nýsköpun og góða þjónustu. Nemendur Háskólans í Reykjavík eru um 3.700 og starfa um 250 fastir starfsmenn við háskólann, auk fjölda stundakennara.

Auglýsandi

Háskólinn í Reykjavík

Umsóknarfrestur til

20. maí

Tekið við umsóknum á

Stikkorð

þjálfun, rannsóknir, forstöðumaður, framkvæmdastjóri, kennsluráðgjöf

Landsvæði

Flokkar