× Þessi auglýsing er útrunnin

Vaktstjóri í símaveri - Hlutastarf hjá UNICEF á Íslandi

UNICEF á Íslandi leitar eftir ungum og kraftmiklum einstaklingi í fjölbreytt og krefjandi starf vaktstjóra í símaveri. Starfið felst í því að kynna starfsemi samtakanna sem og umsjón starfsfólks í símaveri. Um er að ræða langtímastarf í rúmlega 40% starfshlutfalli tvo daga vikunnar milli 13:00 og 21:00. Starfið hentar vel með skóla.

Starfssvið:

  • Umsjón og skipulagning vakta í símaveri í samstarfi við verkefnastjóra
  • Móttaka, fræðsla og þjálfun starfsfólks
  • Þátttaka í stefnumótun og utanumhald verkefna
  • Skráning og viðhald upplýsinga

Hæfniskröfur:

  • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og geta til að hvetja aðra til árangurs
  • Mikil skipulagshæfni og sveigjanleiki
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Áhugi á mannréttindamálum

 

Við hvetjum fólk af öllum kynjum til að sækja um. Frekari upplýsingar um starfið veitir Vala Karen Viðarsdóttir, verkefnastjóri í fjáröflun, í síma 552-6300. Umsóknir sendist á vala@unicef.is til og með 17.júní.

Aðrar upplýsingar

UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, er leiðandi í hjálparstarfi fyrir börn í heiminum. Við berjumst fyrir réttindum allra barna og sinnum bæði langtímauppbyggingu og neyðaraðstoð. Við erum á vettvangi í yfir 190 löndum og höfum að leiðarljósi að börn njóti velferðar – hvar sem þau er að finna.

Auglýsandi

UNICEF á Íslandi

Umsóknarfrestur til

19. júní

Tekið við umsóknum á

Stikkorð

UNICEF Skrifstofustarf Úthringingar

Landsvæði

Flokkar