Sérfræðingur í starfsþróun

Sérfræðingur í starfsþróun

Hefur þú brennandi áhuga á að hlúa að hæfileikum og stuðla að vexti einstaklinga? Íslandshótel leita að kraftmiklum og reyndum sérfræðing í starfsþróun til að ganga til liðs við öflugt mannauðsteymi félagsins.

 

Sem Sérfræðingur í Starfsþróun gegnir þú lykilhlutverki í að efla færni, þekkingu og hæfileika teymisins okkar. Þú munt vinna þvert á allar deildir til að bera kennsl á fræðslu- og þjálfunarþörf, hanna og innleiða starfsþróunaráætlanir og meta árangur þeirra. Markmiðið er að tryggja að starfsfólk okkar hafi nauðsynleg verkfæri og úrræði til að skara fram úr í hlutverkum sínum og stuðla að velgengni okkar.

Umsóknarfrestur

22. apríl

Tekið við umsóknum á

Sækja um >>Nánar >>

Óskum eftir snyrtifræðing, nuddara og hársnyrtifólki.

Við höfum nýverið opnað glæsilega snyrti - og hárgreiðslustofu að Hallgerðargötu 19, 105 Reykjavík. 

Leitum að löggiltu fagfólki - hárgreiðslufólki, snyrtifræðingum og nuddurum - sem hefur áhuga á leigu á stól eða að starfa sem verktaki.

Við leggjum sérstaka áherslu á jákvæðni, fagmennsku og framúrskarandi þjónustu. 

Fyrir nánari upplýsingar, vinsamlegast hafið samband í gegnum tölvupóst lotusbh19@gmail.com eða hringið í síma 776-7088.

Tekið við umsóknum á

lotusbh19@gmail.comNánar >>

Heilsuleikskólinn Bæjarból auglýsir eftir leikskólakennara

Heilsuleikskólinn Bæjarból auglýsir eftir leikskólakennara

Heilsuleikskólinn Bæjarból auglýsir eftir leikskólakennara/ leiðbeinanda til að bætast í okkar góða starfsmannahóp. Leikskólinn er fjögurra deilda og þar eru börn á aldrinum 1- 5 ára. Lögð er áhersla á hreyfingu, hreysti og útiveru í starfi leikskólans.

Heilsustefnan sem unnið er eftir í leikskólanum byggir á hreyfingu, listsköpun og næringu en markmið stefnunnar er að venja börn við heilbrigða lífsætti með það í huga að þeir verði hluti af lífsstíl þeirra til framtíðar.Einkunnarorð leikskólans eru: Leikgleði - Agi - LífsleikniÞað eru spennandi tímar framundan í Bæjarbóli með nýjum verkefnum. Verið er að byggja matstofu hjá okkur sem við erum að fara að þróa áfram.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Vinnur með og undir stjórn deildarstjóra
  • Vinnur að uppeldi og menntun leiks

Nánar >>

Nánar >>