Grunnskólakennari óskast til starfa í Lækjarbotnum

Um er að ræða 100% starf á skólaárinu 2023-2024.
Helstu verkefni og ábyrgð
Starfið felur í sér bekkjarkennslu, foreldrasamstarf og þátttöku í starfsmannaráði.
Menntunar- og hæfniskröfur
- æskilegt er að umsækjendur hafi menntun og reynslu í Waldorfuppeldisfræðum,
- leyfisbréf grunnskólakennara,
- frumkvæði, skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð,
- hæfni og áhugi á uppeldis- og kennslufræði Waldorfstefnunnar,
- góð færni í mannlegum samskiptum,
- hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku.
Fríðindi í starfi
- starfsmenn skólans eru í fríu fæði á vinnutíma,
- starfsmenn geta tekið skólarútu sér að kostnaðarlausu.