Litla kaffistofan

Litla kaffistofan

Litla kaffistofan óskar eftir starfsmanni í hlutastarf.   

Starfið felur í sér afgreiðslu og aðstoð í eldhúsi og í sal.  Við leggjum mikið upp úr jákvæðum anda og góðu andrúmslofti á meðal starfsmanna.

Við leggjum áherslu á eftirfarandi:

  • Færni í mannlegum samskiptum
  • Þjónustulund
  • Metnaður
  • Stundvísi
  • Sveigjanleiki
  • frumkvæði og að geta unnið undir pressu þegar þörf er á

Viðkomandi þarf að hafa aðgang að bíl.

Umsóknarfrestur

30. júní

Tekið við umsóknum á

heilsaogutivist@simnet.isNánar >>

Aðstoð á tannlæknastofu

Tannlæknastofa óskar eftir aðstoðarmanneskju

 

Lýsing á vinnustað:

Tannlæknastofan Tannheilsa býður upp á alhliða tannlæknaþjónustu fyrir fólk á öllum aldri ásamt sérfræðiþjónustu í lyflækningum munns. Á stofunni ríkir góður andi og við leggjum metnað í að heimsókn til okkar sé ánægjuleg og viðmót sé gott. Stofan er staðsett í Skipholti 33, 105 Reykjavík. Á stofunni starfa tannlæknarnir Stefán Pálmason, Hjördís Ýr Bessadóttir og Sunna María Einarsdóttir

Lýsing á starfi:

Óskað er eftir starfsmanni í langtíma stöðu. 60-80% starf. Getur aukist í 100% síðar.

Starfið felur í sér að aðstoða tannlækna við stól, sótthreinsun og þrif, símsvörun og tímabókanir sjúklinga, vörupantanir og fleira sem viðkemur almennum rekstri tannlæknastofu.

Nánar >>

Umsóknarfrestur

25. júní

Tekið við umsóknum á

stefanpalmason@gmail.comNánar >>

Messinn

Messinn

Vegna mikilla anna vantar okkur starfsfólk í sal.

Eftirfarandi stöður í boði: -kvöld og helgarvinna -100% (reynsla æskileg) Unnið er á kokkavöktum 2-2-3

Skemmtilegur og flottur veitingastaður í miðborg Reykjavík Áhugasamir hafið samband í netfang fiskur3@gmail.com eða í síma 8667766

Tekið við umsóknum á

fiskur3@gmail.comNánar >>