Tækni- og verkfræðideild auglýsir eftir rafmagnsverkfræðingi

Tækni- og verkfræðideild auglýsir eftir rafmagnsverkfræðingi

Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík auglýsir eftir rafmagnsverkfræðingi.

STARFSSVIÐ:

  • Kennsla í rafmagnsiðnfræði, rafmagnstæknifræði og grunnnámi í verkfræði
  • Mótun kennslu í fögum á rafmagnssviði við Tækni- og verkfræðideild
  • Þátttaka í stjórnsýslu deildar og kynningarstarfi

HÆFNISKRÖFUR:

  • Meistaragráða í rafmagnsverkfræði eða tengdum fögum
  • Sérhæfing á sviði raforku er kostur
  • Reynsla af kennslu er kostur
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
  • Góð kunnátta í ensku og íslensku í ræðu og riti

Nánari upplýsingar um starfið veita Ágúst Valfells, forseti tækni- og verkfræðideildar, av@ru.is, og Sigrún Þorgeirsdóttir, skrifstofustjóri deildarinnar, sigrunth@ru.is. Umsóknum ásamt starfsferilskrá, afriti af viðeigandi prófskírteinum, yfirliti yfir starfsreynslu og reynslu af kennslu og tveimur nöfnum á meðmælendum, skal skilað á vef Háskólans í Reykjavík, radningar.hr.is fyrir 15. janúar 2019.

Nánar >>

Umsóknarfrestur

15. janúar

Tekið við umsóknum á

Sækja um >>Nánar >>

Waldorfskólinn Lækjarbotnum óskar eftir smíðakennara og myndlistarkennara

Waldorfskólinn í Lækjarbotnum auglýsir eftir smíðakennara og myndlistarkennara.

Við óskum eftir smíðakennara í 80% starf, þriðjudaga til föstudaga og myndlistarkennara í 20% starf þar sem viðkomandi gæti verið hjá okkur 3x í viku, tvo tíma í senn. 

Í Lækjarbotnum er boðið upp á samfellt skólastig 2-16 ára barna og byggir starfið á uppeldisfræði Rudolfs Steiner. Jöfn áhersla er lögð á verklegt, listrænt og bóklegt nám. Unnið er samkvæmt flatri stjórnun þar sem starfsmannaráð, sem allir fastráðnir starfsmenn eiga sæti í, ber ábyrgð á rekstri og innra starfi skólanna.

Í skólunum eru um 100 börn við leik og störf.

Skólinn er staðsettir 10 km austur af Árbæ í fallegum dal með ævintýralegu umhverfi.

Umsóknir sendist á gjaldkeri@waldorfskolinn.is  

Nánar >>

Tekið við umsóknum á

gjaldkeri@waldorfskolinn.isNánar >>

Heilsuleikskólinn Árbær

Heilsuleikskólinn Árbærauglýsir eftirfarandi stöðurlausar til umsóknar Sérkennslustjóri Heilsuleikskólinn Árbær auglýsir eftir sérkennslustjóra í 100% starfshlutfall frá og með 1. janúar 2019. Leit...