Persónulegur aðstoðarmaður óskast/Personal assistant is needed

(English below)

Starfslýsing:

Ég óska eftir persónulegum aðstoðarmanni sem hefur áhuga á að aðstoða mig við athafnir daglegs lífs. Unnið er eftir hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf. Ég er hreyfihamlaður og notast við rafknúinn hjólastól. Ég er búsettur í Reykjavík.

Hæfniskröfur:

Persónulegur aðstoðarmaður þarf að vera traustur, viðsýnn, heiðarlegur, reglusamur, reyklaus, sveigjanlegur í starfi, stundvís, hæfur í mannlegum samskiptum, hafa ríka þjónustulund og eiga gott með að fara eftir leiðsögn.

Annað:

· Hreint sakavottorð er skilyrði

· Ekki er gerð krafa um að umsækjendur hafi reynslu af því að vinna með fötluðu fólki

· Sveiganlegur vinnutími

· Æskilegur aldur er 25-45 ára en ekki skilyrði

Nánar >>

Umsóknarfrestur

30. júní

Tekið við umsóknum á

pa-teymi@simnet.isNánar >>

Litla kaffistofan

Litla kaffistofan

Litla kaffistofan óskar eftir starfsmanni í hlutastarf.   

Starfið felur í sér afgreiðslu og aðstoð í eldhúsi og í sal.  Við leggjum mikið upp úr jákvæðum anda og góðu andrúmslofti á meðal starfsmanna.

Við leggjum áherslu á eftirfarandi:

  • Færni í mannlegum samskiptum
  • Þjónustulund
  • Metnaður
  • Stundvísi
  • Sveigjanleiki
  • frumkvæði og að geta unnið undir pressu þegar þörf er á

Viðkomandi þarf að hafa aðgang að bíl.

Umsóknarfrestur

30. júní

Tekið við umsóknum á

heilsaogutivist@simnet.isNánar >>