Rafvirki/Rafeindavirki

IceCom ehf. auglýsir eftir rafvirkja eða rafeindavirkja.
IceCom ehf. starfar á sviðum tölvu/rafeinda-tækninnar við uppsetningu rekstur og viðhald tölvu-net, sjónvarps og fjarskiptakerfa. Verkefnin eru fjölbreytt, og kerfin sem unnið er við margbreytileg. Fyrirtækið selur lausnir frá helstu framleiðendum á búnaði í þeim kerfum. Viðskiptavinir IceCom ehf. eru víða um land á mismunandi sviðum.
Um framtíðarstarf er að ræða, við vonumst eftir fróðleiksfúsum einstaklingi sem leitar að starfi þar sem nýjungar og framandi tækni eru spennandi verkefni.
Við leitum að einstaklingi með sveinspróf eða fulla menntun og reynslu við raf og eða rafeindakerfi.
Tölvukunnátta er nauðsynleg.
Við leggjum áherslu á heiðarleika, jákvæðni og fagmennsku.