Markaðsráðgjafi

Ferðaþjónustufyrirtækið Fjallsárlón ehf. leitar að öflugum starfsmanni í 30% starf til að sinna markaðsráðgjöf og umsjón ýmissa markaðsmála fyrirtækisins. Fyrirtækið sinnir siglingum um jökullónið Fjallsárlón og veitingarekstri á sama stað, vaxandi fyrirtæki og spennandi áskorun. Viðkomandi getur sinnt starfinu hvar sem er á Íslandi.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Þekking á sölu- og markaðsmálum í ferðaþjónustu.
  • Reynsla af markaðsmálum æskileg.
  • Haldgóð tölvukunnátta.
  • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti.
  • Metnaður í starfi.

Umsóknarfrestur

7. nóvember

Tekið við umsóknum á

steinthor@fjallsarlon.isNánar >>

IceCom ehf. bætir við sig sölumanni.

IceCom ehf.  bætir við sig sölumanni.

IceCom ehf er fyrirtæki sem starfar m.a. í tölvu, net, raf, sjónvarps, öryggis og fjarskiptakerfum, ásamt því að þjóna fyrirtækjum og stofnunum með allskonar merkinga og öryggisvörur fyrir iðnaðinn.

Fyrirtækið er innflutnings- og þjónustuaðili búnaðar frá ýmsum aðilum á þessum sviðum.

Starf sölumanns felst í sölu á þeim vörum,  búnaði og kerfum sem fyrirtækið selur og sinnir, þjónusta á skrifstofutíma við viðskiptavini, lagerumhald ofl. 

Hjá IceCom starfa tæknimenn með sérhæfa þekkingu á ýmsum búnaði og verkefni starfsmanna unnin í samvinnu.

Við leitum að aðila sem hefur áhuga á að bæta við þekkingu sína, starfa sjálfstætt og með öðrum eftir aðstæðum hverju sinni.

Umsóknarfrestur

30. október

Tekið við umsóknum á

icecom@icecom.isNánar >>

Forritari

Starfssvið: Þróun og forritun á kerfum Samsýnar Menntunar- og hæfniskröfur: Samsýn er framsækið fyrirtæki á sviði hugbúnaðar, landupplýsingakerfa og stjórnkerfa fyrir vaktstöðvar á Íslandi. Fyrirtækið ...